Sérkennslustjóri

Við þurfum á góðu fólki að halda til að koma til liðs við okkar frábæra hóp! Skólinn státar af metnaðarfullri starfsemi, ýmsum viðbótarkjörum og styttingu vinnuvikunnar. Óskað er eftir aðila sem er tilbúin til að taka þátt og þróa starfið og vera um leið hluti af heildarsýn skólans og því faglega starfi sem þar fer fram.

 

Megin verkefni: 

  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra
  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga og aðalámskrá leikskóla 
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum og veitir ráðgjöf til annarra starfsmanna 
  • Er Tengiliður í farsældarteymi og starfar eftir lögum um farsæld barna 
  • Er í teymi með sálfræðingi og talmeinafræðingi sem kemur að frumgreiningu barna 
  • Er faglegur leiðtogi við aðila utan leikskólans sem tengjast sérkennslu 
  • Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarf 
  • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem þess þurfa 
  • Veita foreldrum/forráðamönnum barna, fræðslu og ráðgjöf 

 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Leyfisbréf sem kennari eða þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn) 
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur 
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar 
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður 
  • Góð tölvukunnátta 
  • Góð íslenskukunnátta 

 

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélög.

Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar undir seltjarnarnes.is - Störf í boði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2024.

 

 

Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og rekstrareining með um 220 börnum. Í skólanum eru 12 deildir á þremur starfsstöðvum, Mánabrekku og Sólbrekku við Suðurströnd og Stjörnubrekku á Skólabraut 1. Í skólanum er lögð áhersla á að börn fái tækifæri til að hjálpa sér sjálf eftir því sem þroski þeirra og geta leyfir og þau styrkt til sjálfshjálpar í öllum þáttum daglegs lífs. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins því samkvæmt hugmyndafræði leikskóla lærir barn mest og best í leik og samskiptum við börn og fullorðna í frjóu og skapandi umhverfi. Í leikskólanum er unnið eftir stefnu jákvæðs aga og rík áhersla er lögð á tónlistaruppeldi.

Deila starfi