Sundlaugarvörður

Sundlaug Seltjarnarness auglýsir eftir sundlaugarverði í 100% vaktavinnustarf.

 

Í starfinu felst gæsla útisvæðis, umsjón búningsklefa kvenna, þrif og þjónusta við sundlaugargesti.

 

Viðkomandi þarf að vera vel syndur, hafa ríka þjónustulund, jákvætt viðmót og eiga gott með að umgangast alla aldurshópa, sérstaklega grunnskólabörn sem sækja sundtíma í laugina.

 

Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf starfsmanna sem sinna laugargæslu.

https://ust.is/hringrasarhagkerfi/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/

 

 

 

Fríðindi í starfi

  • Samgöngustyrkur
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Niðurgreiðsla á hollum og góðum mat í hádeginu
  • Afsláttur á korti í World Class
  • Sundkort á Seltjarnarnesi
  • Bókasafnskort

 

Umsóknarfrestur er til 20.maí n.k. og óskað eftir að umsóknir berist í gegnum ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar undir "Laus störf".

 

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Íþróttafulltrúi í gegnum tölvupóstfangið haukur@seltjarnarnes.is.

 

Seltjarnarneslaug var tekin í notkun árið 1984 og gagngerar endubætur gerðar árið 2006. Í lauginni starfa 15 fastir starfsmenn ásamt afleysingafólki. Boðið er uppá glæsilega aðstöðu á útisvæði laugarinnar s.s rennibraut, vaðlaug, barnalaug, eimbað, heita potta og kalda potta ásamt 25m sundlaug. Náið samstarf er við World Class sem rekur glæsilega heilsurækt í sömu húsakynnum.

Deila starfi