Vinnuskóli 2024 - fædd 2007-2010

Vinnuskóli Seltjarnarness sumarið 2024

 

Hjá Vinnuskóla Seltjarnarness sumarið 2024 eru unglingar 14-17 ára, fæddir árið 2007 til 2010.

Vinnan felst í umhirðu á gróðurbeðum bæjarins, málun leiktækja, slætti, gróðursetningu sumarblóma og aðstoð inn á stofnunum bæjarins.

 

Starfstími Vinnuskólans er 6 vikur, frá 10. júní til 18. júlí 2024.

 

Unglingar fæddir 2009 og 2010 fá vinnu við hreinsunar- og garðyrkjustörf 3,5 tíma á dag 4. daga í viku, mánudaga til fimmtudags.

 

Vinnuskólinn hefst mánudaginn 10. júní á neðangreindum starfsstöðum og vinnutíma. 

  • Unglingar fæddir 2009 mæta 8:30 til 12:00 á Vallarbrautarvöll
  • Unglingar fæddir 2010 mæta 13:00 til 16:30 á Vallarbrautarvöll
  • Unglingar fæddir 2007 og 2008 eiga kost á vinnu 7 tíma á dag 4 daga í viku frá 8:30 til 16:30, mánudaga til fimmtudags og mæta í Þjónustumiðstöð

 

Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður og er öll notkun nikótíns óheimil. Brot á þeirri reglu varðar brottrekstri.

Deila starfi