Ert þú þessi geggjaði ...
... STUÐNINGSFULLTRÚI
...sem langar að vinna með börnum. Þau eru elskuleg, orkurík, frumleg, uppátækjasöm, skapandi og gefandi 6-11 ára gleðibombur.
- Einfaldlega bestu vinnufélagar í heimi -
Hlutverk þitt yrði að auka færni þeirra og sjálfstæði. Styrkja jákvæða hegðun og vera til staðar fyrir þá sem þurfa aðstoð, félagslega og eða við nám.
Í Mýrarhúsaskóla eru um 340 nemendur í 1. - 6. bekk. Við skólann starfa um 60 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar - uppbyggingu sjálfsaga, sem stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Góð samskipti og samstarf starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila er forsenda þess að vel takist til við að byggja upp gott og mannvænt samfélag. Einkunnarorð skólans eru virðing - ábyrgð - vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Lögð er áhersla á samfelldan skóladag nemenda og öruggt umhverfi. Skólinn er í miklu samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnarness, félagsmiðstöðina Selið og íþróttafélagið Gróttu.
Vakin er athygli á að störfin henta öllum kynjum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Laufey Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjori, laufeyk@seltjarnarnes.is
Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar undir seltjarnarnes.is - Störf í boði.
Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2025.