Aðstoðarforstöðumaður frístundarstarfs

Aðstoðarforstöðumaður frístundarstarfs.


Markmið frístundastarfs er að standa fyrir heildstæðu þjónustutilboði fyrir börn frá 6 ára aldri í frístundaheimilinu Skjóli eftir að skóla lýkur á daginn.

Starfshlutfall getur verið á bilinu 50-100%. Um tímabundna ráðningu er að ræða.

 


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með daglegri starfsemi frístundaheimils í samvinnu við forstöðumann
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi
  • Samráð og samvinna við börn, foreldra og starfsfólk
  • Samskipti og samstarf við hagsmunaaðila


Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða hagnýt reynsla
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Reynsla af félags-og tómstundastarfi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í vinnubrögðum
  • Færni í samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta

 

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Bókasafnskort
  • Sundkort



Upplýsingar um starfið veitir Einar Tómas Sveinbjarnarson (einar.t.sveinbjarnarson@seltjarnarnes.is).


Hreint sakavottorð er skilyrði.


Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá.


Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um störf.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.


Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir http://www.seltjarnarnes.is-Störf í boði

Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst 2025.


Deila starfi