Sundlaugarvörður - búningsklefar kvenna

Sundlaug Seltjarnarness óskar að ráða sundlaugarvörð í 100% vaktavinnustarf.

 


Helstu verkefni:

  • Umsjón með búningklefum kvenna
  • Laugargæsla á útisvæði
  • Þrif og almenn þjónusta við gesti

 

Hæfniskröfur og kunnátta:.

  • Rík þjónustulund
  • Hæfni í samskiptum við alla aldurshópa
  • Góð kunnátta í íslensku
  • Heilsuhreysti og sundkunnátta

 

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Bókasafnskort
  • Sundkort

 

 

Umsækjendur þurfa að vera vel syndir og standast sundpróf.

https://ust.is/hringrasarhagkerfi/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélög. Umsókn skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar undir seltjarnarnes.is - Störf í boði. Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2024.

 

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Haukur Geirmundsson, Íþróttafulltrúi Seltjarnarnesbæjar í gegnum netfangið: haukur@seltjarnarnes.is

 

 

Seltjarnarneslaug var tekin í notkun árið 1984 og gagngerar endubætur gerðar árið 2006. Í lauginni starfa 15 fastir starfsmenn ásamt afleysingafólki. Boðið er uppá glæsilega aðstöðu á útisvæði laugarinnar s.s rennibraut, vaðlaug, barnalaug, eimbað, heita potta og kalda potta ásamt 25m sundlaug. Náið samstarf er við World Class sem rekur glæsilega heilsurækt í sömu húsakynnum.

 

 

Deila starfi