Stuðningsfulltrúi - Frístund

Frístundaheimilið Skjólið óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa, 18 ára eða eldri.

Um er að ræða hlutastarf með börnum að skóla loknum frá kl. 13:00 - 16:30.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoðar börn við daglegar athafnir og þátttöku í frístundastarfi
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum
  • Styður og/eða fylgir einum eða fleiri nemendum eftir á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangs- og sundferðum

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í tómstundafræðum, þroskaþjálfafræðum, uppeldisfræðum, leikskólakennaramenntun eða kennaramenntun er kostur
  • Góð hæfni í samskiptum og samvinnu
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Frumkvæði í starfi
  • Stundvísi og áreiðanleiki

 

Vakin er athygli á að starfið hentar öllum kynjum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.

 

Upplýsingar um starfið veitir Ása Kristín Einarsdóttir (asa.k.einarsdottir@seltjarnarnes.is).

 

Umsókn ásamt fylgiskjölum (ferilskrá) skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir http://www.seltjarnarnes.is-Störf í boði

Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2024.

 

 

Gildi Seltjarnarnesbæjar:

FRAMSÝNI TRAUST VIRÐING JÁKVÆÐNI

 

Deila starfi