Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness er að bæta við sig deild og við þurfum á góðu fólki að halda til að koma til liðs við okkar frábæra hóp! Auglýst er eftir deildarstjóra í fullt starf.
Skólinn státar af metnaðarfullri starfsemi, ýmsum viðbótarkjörum og styttingu vinnuvikunnar.
Óskað er eftir aðila sem er tilbúin til að taka þátt og þróa starfið og vera um leið hluti af heildarsýn skólans og því faglega starfi sem þar fer fram.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
Helstu verkefni:
- Stjórnun og skipulagning
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
- Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
- Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.
- Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
- Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.
Fríðindi í starfi:
- Sundkort
- Heilsuræktarstyrkur
- Bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness er sjálfstæð fag- og rekstrareining á vegum Seltjarnarnesbæjar og er staðsettur í Gamla Mýrarhúsaskóla við Nesveg. Í leikskólanum er ein deild og 16 nemendur á öðru aldursári til tveggja ára.
Í ungbarnaleikskólanum er lögð áhersla á máltöku og málrækt ungbarna, hreyfingu og útivist. Leikskólinn á í samstarfi við Bókasafn Seltjarnarnes og íþróttafélagið Gróttu.
Í leikskólanum er lögð áhersla á vellíðan samanber að þar er lítil líkamsrækt og slökunaraðstaða fyrir starfsfólk.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélög.
Upplýsingar um störf í Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness veitir Selma Birna Úlfarsdóttir leikskólastjóri ungbarnaleikskóla, selma.b.ulfarsdottir@seltjarnarnes.is.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir http://www.seltjarnarnes.is -Störf í boði
Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2025.