Garðyrkjustjóri

 

Laus er til umsóknar staða garðyrkjustjóra á skipulags- og umhverfissviði Seltjarnarnesbæjar.

 

Garðyrkjustjóri hefur yfirumsjón með vinnuskólanum og annast rekstur hans. Auk þess hefur hann faglega og rekstrarlega umsjón með stofnanalóðum, útivistarsvæðum, leiksvæðum og öðrum opnum svæðum kaupstaðarins. Garðyrkjustjóri starfar á skipulags- og umhverfissviði og hefur undir sinni stjórn sumarstarfsfólk garðyrkjudeildar og vinnuskóla.

Garðyrkjustjóri er með starfsstöð í Þjónustumiðstöð og starfar samhliða öðrum starfsmönnum þess.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

 • Yfirumsjón með rekstri vinnuskólans.
 • Umsjón með umhirðu og viðhaldi stofnanalóða, leikvalla og opinna svæða.
 • Kemur að skipulagsvinnu stofnanalóða, leikvalla og opinna svæða.
 • Vinnur að ræktun plantna og trjáa í bæjarlandinu.
 • Annast skipulagningu verkefna á sviði garðyrkju.
 • Hefur umsjón og eftirlit með öryggi leiktækja.
 • Stýrir verkum sumarstarfsmanna og/eða verktaka.
 • Vinnur að verk- og fjárhagsáætlunum.
 • Umsjón með tækja- og áhaldakaupum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

 • Sveinspróf í garðyrkju eða sambærilegt.
 • Stjórnunarreynsla er æskileg.
 • Reynsla af áætlanagerð er æskileg.
 • Rík þjónustulund, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.?

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni til starfsins.

Vakin er athygli á að starfið hentar öllum kynjum.

Nánari upplýsingar veitir Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar í síma 5959100 eða brynjarj@seltjarnarnes.is

 

 

Deila starfi