Aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness
Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga með víðtæka þekkingu og skýra framtíðarsýn á starfsemi leikskóla til að leiða nemendur, starfsfólk og foreldra í öflugu leikskólastarfi.
Jákvæðni - Virðing - Fagmennska
Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og rekstrareining með um 220 börnum. Í skólanum eru 12 deildir á þremur starfsstöðvum, Mánabrekku og Sólbrekku við Suðurströnd og Stjörnubrekku á Skólabraut 1. Í skólanum er lögð áhersla á að börn fái tækifæri til að hjálpa sér sjálf eftir því sem þroski þeirra og geta leyfir og þau styrkt til sjálfshjálpar í öllum þáttum daglegs lífs. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins því sam1væmt hugmyndafræði leikskóla lærir barn mest og best í leik og samskiptum við börn og fullorðna í frjóu og skapandi umhverfi. Í leikskólanum er lögð sérstök áhersla á tónlist.
Frekari upplýsingar um Leikskóla Seltjarnarness má finna á slóðinni https://www.seltjarnarnes.is/is/ibuar/menntun-og-skolar/leikskoli
Menntunar og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.
- Reynsla á sviði stjórnunar á leikskólastigi æskileg.
- Viðbótarmenntun í stjórnun kostur.
- Kennslureynsla á leikskólastigi.
- Þekking og reynsla á rekstri leikskóla.
- Reynsla í starfsmannastjórnun.
- Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
Helstu verkefni og ábyrgð
- Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.
- Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
- Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
Fríðindi í starfi:
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Forgangur á leikskóla
- Bókasafnskort
- Sundkort
Umsókn um starfið skal fylgja leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari og gögn sem staðfesta frekari menntun, ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélög.
Öllum umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir http://www.seltjarnarnes.is-Störf í boði.
Stefnt er á að ráða í stöðuna sem fyrst, en eigi síðar en f.o.m 1. ágúst 2025.
Umsóknarfrestur er t.o.m. 22. apríl 2025.
Upplýsingar um starfið veitir Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Setjarnarness, margret.gisladottir@seltjarnarnes.is
.