Bókavörður

Seltjarnarnesbær auglýsir eftir bókaverði til starfa á Bókasafni Seltjarnarness.
Um er að ræða 70-100% stöðu og skipta starfsmenn bókasafnsins með sér vöktum.

 

Við leitum að jákvæðum, sveigjanlegum og vandvirkum starfsmanni sem býr yfir miklu frumkvæði og elskar að vera í samskiptum við fólk á öllum aldri. Í boði er líflegt starf fyrir einstakling sem hefur ríka þjónustulund, er vel lesinn og áhugasamur um bækur, menningu og viðburði. Starfið felur í sér ráðgjöf og þjónustu við gesti safnsins, upplýsingamiðlun, umsjón með safnkostinum og öðru sem við kemur safninu og þörfum notenda.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þjónustuvaktir á safninu, aðstoð og almenn ráðgjöf til gesta
  • Umsjón með útlánum og skilum gagna
  • Frágangur og viðgerð safngagna
  • Umsjón með daglegri ásýnd safnsins
  • Undirbúningur og aðkoma að viðburðastarfi
  • Ýmis skilgreind sérverkefni og teymisvinna
  • Ábyrgð á trúnaðarupplýsingum

 

Menntunar-, reynslu- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Almenn tölvukunnátta og færni í notkun samfélagsmiðla
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sveigjanleiki, vinnusemi og sjálfstæð vinnubrögð
  • Áhugi og almenn grunnþekking á bókmenntum
  • Reynsla af þjónustustörfum er nauðsynleg
  • Reynsla af starfi á bókasafni er kostur
  • Gott vald á bæði íslensku og ensku í ræðu og riti

 

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Bókasafnskort

 

Nánari upplýsingar um starfið:

Bókasafn Seltjarnarness er fjölskylduvænt og vinsælt almenningsbókasafn, staðsett á Eiðistorgi. Safnið er enn fremur menningarmiðstöð Seltjarnarnesbæjar þar sem fram fer fjölbreytt menningarstarf og viðburðir. Safnið er opið alla daga vikunnar nema sunnudaga en alveg lokað um helgar á sumrin. Starfsfólk skiptir með sér vöktum þ.m.t. laugardagsopnun yfir vetrartímann. Nánari upplýsingar um starfsemi safnsins má sjá á seltjarnarnes.is/bokasafn.

 

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2026.

 

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

 

Nánari upplýsingar veitir María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar, mariab@seltjarnarnes.is.


Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Seltjarnarnesbæjar og viðkomandi stéttarfélags.


Deila starfi