Vinnuskóli Seltjarnarness sumarið 2025
Hjá Vinnuskóla Seltjarnarness sumarið 2025 eru unglingar 16-17 ára, fæddir árið 2008 og 2009.
Vinnan felst í umhirðu á gróðurbeðum bæjarins, málun leiktækja, slætti, gróðursetningu sumarblóma og aðstoð inn á stofnunum bæjarins.
Starfstími Vinnuskólans er 6 vikur tímabilið 9. júní til 17. júlí 2025.
Unglingar fæddir 2008 og 2009 eiga kost á vinnu 7 tíma á dag 4 daga í viku frá 8:30 til 16:30, mánudaga til fimmtudags og mæta í Þjónustumiðstöð
Matartími telst ekki sem vinnutími.Ekki er leyfilegt að fara fram yfir heildartíma.
Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður og er öll notkun nikótíns óheimil. Brot á þeirri reglu varðar brottrekstri.