Því miður er nauðsynlegt að fresta upphafsdegi vinnuskólans sem hefjast átti mánudaginn 12. júní nk.
Ástæðan er verkfall BSRB og fáliðun á vinnustöðum bæjarins, við getum ekki tryggt öryggi barnanna af þeirri sök.
Upphafsdegi vinnuskólans er því hér með frestað á meðan verkfalli stendur.
Að verkfalli loknu verður aftur sendur út tölvupóstur til allra skráðra umsækjenda með upplýsingum um hvar á að mæta og hvenær.
Við vonum að skilningur sé á þessum kringumstæðum, sem við ráðum ekki við.
Vinnuskóli Seltjarnarness sumarið 2023
Hjá Vinnuskóla Seltjarnarness sumarið 2023 eru unglingar 14-17 ára, fæddir árið 2006 til 2009.
Vinnan felst í umhirðu á gróðurbeðum bæjarins, málun leiktækja, slætti, gróðursetningu sumarblóma, aðstoð inn á stofnunum bæjarins, aðstoð við leikjanámskeið, aðstoð við sundnámskeið ofl.
Starfstími Vinnuskólans er 6 vikur, frá 12. júní til 20. júlí 2023.
Unglingar fæddir 2008 og 2009 fá vinnu við hreinsunar- og garðyrkjustörf 3,5 tíma á dag 4. daga í viku, mánudaga til fimmtudags.
Vinnuskólinn hefst mánudaginn 12. júní á neðangreindum starfsstöðum og vinnutíma.
- Unglingar fæddir 2008 mæta 8:30 til 12:00 á Vallarbrautarvöll
- Unglingar fæddir 2009 mæta 13:00 til 16:30 á Vallarbrautarvöll
- Unglingar fæddir 2006 og 2007 eiga kost á vinnu 7 tíma á dag 4 daga í viku frá 8:30 til 16:30, mánudaga til fimmtudags og mæta í Þjónustumiðstöð
Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður og er öll notkun nikótíns óheimil. Brot á þeirri reglu varðar brottrekstri.
Nánari upplýsingar:
Þjónustuver Seltjarnarnesbæjar
s: 5959 100