Verkefnastjóri á tæknideild

Seltjarnarnesbær óskar eftir að ráða verkefnastjóra á tæknideild í 100% starf.

Verksviðið skiptist í fjóra þætti; veitur, eignasjóður, Þjónustumiðstöð og aðstoð við skipulags- og byggingafulltrúa.

 

Leitað er eftir kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni og býr yfir getu til að vinna sjálfstætt.

Starfsstöðin er á Þjónustumiðstöð Seltjarnarnesbæjar.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

 

Helstu verkefni:

 • Verkefnastjórnun
 • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit
 • Eldvarnarfulltrúi og eldvarnareftirlit
 • Samskipti við eftirlitsstofnanir
 • Áætlanir og eftirlit með framkvæmdum og þjónustu
 • Skráningar í fasteignaskrá HMS
 • Viðhald og uppfærslur á kortasjá
 • Eftirlit með stöðuleyfum og óleyfisframkvæmdum

 

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Háskólamenntun á sviði verk-, tæknifræði eða sambærilegt
 • Reynsla af verkefnastýringu og áætlanagerð
 • Meistaragráða er kostur
 • Sérhæfing á lagnasviði er kostur
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

 

Fríðindi í starfi

 • Samgöngustyrkur
 • Líkamsræktarstyrkur
 • Niðurgreiðsla á hollum og góðum mat í hádeginu
 • Afsláttur á korti í World Class
 • Sundkort á Seltjarnarnesi
 • Bókasafnskort

 

Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2023.

 

Nánari upplýsingar veitir Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs (brynjarj@seltjarnarnes.is) eða í síma 5959-100.

 

Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um starfið. Umsækjendur eru beðnir um að sækja á ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar http://www.seltjarnarnes.is-Störf í boði.

Deila starfi