Pípulagningamaður

Veitur Seltjarnarnesbæjar óska eftir að ráða pípulagningamann til starfa.

Starfshlutfall er 100%. Næsti yfirmaður er veitustjóri.

 

Veitur Seltjarnarnesbæjar reka hita-, vatns- og fráveitu Seltjarnarness ásamt því að hafa umsjón með götulýsingu.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Eftirlit með veitum bæjarins (hita-, vatns-, og fráveitu)
 • Viðhald og rekstur veitukerfa
 • Viðhald lagna hjá fasteignum bæjarins
 • Umsjón og eftirlit með tæknibúnaði hita-, vatns og fráveitu
 • Innkaup á búnaði

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sveinsbréf í pípulögnum
 • Meistarabréf í pípulögnum er kostur
 • Reynsla af veitustarsemi er kostur
 • Góð þjónustulund
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslensku og enskukunnátta
 • Góð tölvukunnátta
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni


Fríðindi í starfi:

 • Heilsuræktarstyrkur
 • Samgöngustyrkur
 • Bókasafnskort
 • Sundkort

 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí 2024.

 

Umsókn skal fylgja kynningarbréf ásamt náms- og starfsferilskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar Óli Einarsson, veitustjóri Seltjarnarnesbæjar arnare@seltjarnarnes.is 

Deila starfi