Skjalastjóri - tímabundið laust starf

Seltjarnarnesbær auglýsir starf skjalastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða. Í boði er 70-100% starfshlutfall og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Til greina kemur að byrja strax í hlutastarfi nokkra tíma á viku og auka starfshlutfallið á vormánuðum.

 

Leitað er eftir öflugum skjalastjóra til starfa á bæjarskrifstofunni og heyrir starfið beint undir sviðsstjóra Þjónustu- og samskiptasviðs. Skjalastjóri hefur það hlutverk að leiða skjalamál sveitarfélagsins og ber ábyrgð á að farið sé eftir gildandi lögum og reglum um skjalavistun. Í boði er áhugavert starf sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með móttöku, skráningu, varðveislu og miðlun erinda og skjala
 • Ábyrgð og umsjón með skjalamálum bæjarins og skipulagi þeirra
 • Umsjón og eftirfylgni með skjalastefnu og þróun hennar
 • Umsjón og eftirfylgni með skjalasafni, málaskrá, málalykli og geymsluskrá
 • Skipulagning og framkvæmd með fræðslu og kennslu í skjalamálum
 • Ráðgjöf, stuðningur og þjónusta við stjórnendur og starfsmenn um skjalamál
 • Þátttaka í þróun rafrænna skila til Þjóðskjalasafns
 • Almenn skrifstofustörf og þjónusta við íbúa, samstarfsaðila og viðskiptavini
 • Sérverkefni sem upp kunna að koma og starfsmanni eru falin

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. upplýsingafræði, hagnýt skjalfræði, opinber stjórnsýsla
 • Góð þekking á og reynsla af skjalamálum er skilyrði
 • Góð tölvuþekking og skilningur á öryggis- og upplýsingatækni er nauðsynleg
 • Góð þekking á eða reynsla af opinberri stjórnsýslu og málefnum sveitarfélaga er mikilvæg
 • Þekking og reynsla af skjalavistunarkerfinu GoPro er mikill kostur
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
 • Frumkvæði, metnaður og nákvæmi í starfi
 • Gott vald á íslensku og ensku ásamt hæfni í tjáningu í ræðu og riti

 

Fríðindi í starfi

 • Samgöngustyrkur
 • Líkamsræktarstyrkur
 • Niðurgreiðsla á hollum og góðum mat í hádeginu
 • Afsláttur á korti í World Class
 • Sundkort á Seltjarnarnesi
 • Bókasafnskort

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar nk. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf.

 

Nánari upplýsingar veitir María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar, mariab@seltjarnarnes.is

 

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Seltjarnarnesbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Jafnlaunavottun er í gildi hjá Seltjarnarnesbæ

 

Deila starfi