Vinnuskóli 10 júní - 3 júlí 2025 - Ungmenni fædd 2010 og 2011

Vinnuskóli Seltjarnarness sumarið 2025

 

Hjá Vinnuskóla Seltjarnarness sumarið 2025 eru unglingar 14-15 ára, fæddir árið 2010 og 2011.

Vinnan felst í umhirðu á gróðurbeðum bæjarins, málun leiktækja, slætti, gróðursetningu sumarblóma og aðstoð inn á stofnunum bæjarins.

 

Starfstími Vinnuskólans er 3 vikur tímabilið 10. júní til 3. júlí 2025.

 

Unglingar fæddir 2010 og 2011 fá vinnu við hreinsunar- og garðyrkjustörf 3,5 tíma á dag 4. daga í viku, mánudaga til fimmtudags.

 

Vinnuskólinn hefst þriðjudaginn 10. júní á neðangreindum starfsstöðum og vinnutíma. 

  • Unglingar fæddir 2010 mæta 8:30 til 12:00 á Vallarbrautarvöll
  • Unglingar fæddir 2011 mæta 13:00 til 16:30 á Vallarbrautarvöll

 

Sumarið 2025 verða 2 þriggja vikna tímabil í boði og velja skal annað tímabilið.

Verði umsóknafjöldi ójafn eftir tímabilum verður jafnað í hópunum og þeir sem sóttu fyrst um njóta forgangs.

Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður og er öll notkun nikótíns óheimil. Brot á þeirri reglu varðar brottrekstri.



Athugið:

Þegar útfyllt umsókn er send kemur mögulega upp villumelding (Villa hefur komið upp) en umsóknin fer samt inn í kerfið. Unnið er að því að koma í veg fyrir að þessi falska villumelding birtist.

Deila starfi