Velkomin á ráðningavef Seltjarnarnesbæjar

  • Seltjarnarnes á rætur aftur á landnámsöld. Hreppurinn náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Jarðirnar voru smám samtan teknar undan og þ.m.t. jörðin Reykjavík. Nú er byggðin afmörkuð af nesinu einu. Árið 1974 fékk Seltjarnarnesbær kaupstaðaréttindi og búa nú í sveitarfélaginu um 4.500 manns.

  • Hjá sveitarfélaginu starfa nú um 400 manns við fjölmargar þjónustustofnanir, sem veita íbúum þá þjónustu sem gott sveitarfélag þarf að veita.

  • Seltjarnarnesbær leggur áherslu á að ráða þann hæfasta hverju sinni og viðhafa hverju sinni vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar. Ráðningu skal byggja á kröfu um menntun, reynslu, færni og hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Lögð er áhersla á skýrt og greinargott ráðningaferli þar sem réttmætis og áreiðanleika er gætt.

  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað.


Mikilvægt

Samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga nr. 140 frá 2012 getur Seltjarnarnesbær ekki veitt trúnað um nöfn og starfsheiti umsækjenda. Í 7. gr. laganna stendur: Þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn: 1. nöfn og starfsheiti umsækjanda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn.

right content

Stefnur Seltjarnarnesbæjar

Starfsmannastefna


Jafnréttisáætlun